Á síðustu árum hef ég byggt upp “leikjamiðstöð” í bílskúrnum. Í stað þess að vera með stóra leikjaturna á heimilinu, hef ég sett upp öflugar sýndarvélar í bílskúrnum, sem eru aðgengilegar frá heimilinu. Um er að ræða mjög skilvirka leið til að geta notið leikjaspilunar.
Betri nýting: Rétt eins og vél í sportbíl er miklu öflugri en nauðsynlegt er fyrir einfalda búðarferð, má líkja því við örgjörva í nútímatölvum; það væri því sóun að tileinka öllu aflinu í eina leikjavél. Skjákortið í tölvunni er aftur á móti það sem framkvæmir stóran hluta af vinnunni við leikjaspilun, og því er markmiðið að veita sýndarvélinni eingöngu það sem hún þarf svo skjákortið lendi ekki í flöskuhálsi.
Spilað hvaðan sem er: Leikjaspilun verður ekki lengur takmörkuð við staðsetningu leikjaturnsins. Einnig verður spilarinn ekki var við hita af völdum leikjaspilunar, né hávaða af kælingunni.
Sniðið að þörfum: Ef þörf er á meiri kraft fyrir þyngri leiki, minni kraft fyrir léttari leiki, meira minni eða diskapláss; þá er hægt að sníða sýndarvélina eftir því.
Þetta hljómar kannski óþarflega flókið eða tæknilegt, en í grunninn snýst þetta um að gera leikjaspilun skemmtilegri og minna uppáþrengjandi fyrir heimilið.
Ég hef ekki sjálfur getað varið miklum tíma í leikjaspilun en ég hef rekið svona sýndarvélar fyrir krakkana í nokkur ár. Ég er með Unraid uppsett á eftirfarandi vél
Örgjörvi | Intel i7 8700k | ||
Skjákort | Nvidia GTX 1080 | Nvidia GTX 1060 | UHD Graphics 630 |
Minni | 32GB 3200mhz | ||
Diskar | 16GB USB (Boot) | 250GB (Data) | 1TB NVME (VMs) |
Fyrir meiri afkastagetu og áreiðanleika, yfirklukka ég örgjörvann svo allir kjarnar hans geti náð 4.7GHz samtímis. Til að lágmarka biðtíma (e. latency), þannig að ein vél hafi ekki áhrif á aðra, skipti ég vélinni upp með eftirfarandi hætti.
Vél | Kjarnar/Þræðir | Skjákort | Minni | Diskapláss |
---|---|---|---|---|
Unraid Host | 1c/2t | ekkert | ||
Leikjavél #1 | 2c/4t | GTX 1080 | 8GB | 300GB |
Leikjavél #2 | 2c/4t | GTX 1060 | 8GB | 300GB |
Media Server | 1c/2t | UHD Graphics 630 | 8GB | 200GB |
Ég hef ekki fundið ástæðu til að endurnýja skjákortin á þessum leikjavélum, þar sem þær virðast ráða við allt sem krakkarnir mínir spila, eins og Fortnite.
Krakkarnir hafa í herbergjum sínum, sína Raspberry Pi5 vél með open-source hugbúnaðinn Moonlight uppsett. Á sýndarvélunum set ég upp open-source streymis-þjóninn Sunshine. Moonlight og Sunshine vinna svo saman að því að streyma sýndarvélina yfir í vélar krakkanna, og nær því með hárri upplausn og lágum biðtíma (e. latency).
Raspberry Pi5 hentar vel, þar sem hún er tiltölulega ódýr, smá, og með hardware H265 afkóðunar stuðning. Sá stuðningur gerir henni kleyft að spila streymið með lágum biðtíma (e. latency) í hárri upplausn. Ég set hana í Flirc case til hafa stjórn á hitanum, án vifta.
(Mín upplifun: work in progress)
Það er hugsanlegt að ég geri leiðbeiningar einhvern daginn, þangað til vil ég benda á [Guide] Remote Gaming on Unraid. Það er nokkuð síðan þessi grein var uppfærð en hún ætti þó að nýtast áhugasömum til að byrja.