Mig langar til að vekja athygli að Android skýrikerfinu GrapheneOS.

Kerfið er byggt á Android Open Source Project (AOSP), sem er grunnurinn að Android stýrikerfinu sem við þekkjum öll ágætlega.

Þróunarteymið er með mikinn fókus á öryggi og persónuvernd. Þeir hafa bætt kerfið töluvert, frá AOSP, og hvet ég áhugasama til að lesa yfir GrapheneOS features.

Til að setja upp kerfið þarftu Google Pixel síma með ólæstum bootloader.

Eftirfarandi tæki eru studd:

  • Pixel 4, Pixel 4 XL, Pixel 4a, Pixel 4a (5G)
  • Pixel 5, Pixel 5a
  • Pixel 6, Pixel 6 Pro, Pixel 6a
  • Pixel 7, Pixel 7 Pro, Pixel 7a
  • Pixel 8, Pixel 8 Pro
  • Pixel Tablet
  • Pixel Fold

Ég kem aftur að þessu kerfi seinna.